Mæltu manna heilastur Sigurður Líndal.

Það er rétt að engin þörf er á heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar, því hún stendur nefnilega alveg fyrir sínu utan þess að setja þarf inn viðbætur um þjóðaratkvæðagreiðslu.

Ég tel það vægast sagt hæpinn grundvöll að ætla að reyna að setja stjórnlagaþing til þess endurskoða stjórnarskrána nú um stundir í ákveðnu tómarúmi ringulreiðar á stjórnmálasviðinu, þar sem Pétur og Páll eiga að koma að slíku héðan og þaðan.

Í mínum huga er hér því miður um að ræða ákveðna sýndarmennsku undir formerkjum málamyndalýðræðisvæðingar sem stjórnvöld þykjast vilja viðhafa.

Raunin er sú að stjórnarskrárbreytingar þurfa eigi að síður að fara gegnum þjóðþing réttkjörinna fulltrúa á þingi hverju sinni, og gegnum fleiri en eitt þing.

Því til viðbótar er það allt að því fáránlegt að slíkt sé á dagskrá samhliða aðildarviðræðum um inngöngu í Evrópusambandið en sambandið hefur jú smíðað sérstaka stjórnarskrá er gilda skal fyrir öll aðildarríki.

Ekki væri úr vegi að fara að spyrja forkólfa stjórnarflokksins, sem fer með völdin og vill ganga inn í samband þetta um tilgang þess að setja stjórnlagaþing á sama tíma og umsókn að Esb er í gangi.

kv.Guðrún María.


mbl.is Engin þörf á heildarendurskoðun stjórnarskrár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband