Undirrót efnahagsvandans liggur í peningabraski í sjávarútvegi.

Það atriði að lögleiða framsal og leigu aflaheimilda í sjávarútvegi er verður að mínu mati " mestu stjórnmálalegu mistök síðustu aldar " sem verður að uppáskrifa til handa ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er nú sitja við stjórnvölinn. Það atriði að leiða í lög viðskipti með óveiddan fisk með öllum þeim áhættuþáttum sem því eðli málsins samkvæmt innihéldu svo sem vexti og viðgangi fiskistofna, veðurfarslegum skilyrðum, tækjakosti útgerðareininga og svo framvegis , var óðs manns æði. Því til viðbótar var ekki haft fyrir þvi að setja nokkar einustu skorður á tilflutning aflaheimilda millum landshorna , þannig að útgerðarfyrirtæki gátu og hafa getað ef þeim svo hentaði selt frá sér , atvinnu fjölda manna hér og þar að vild án þess að borga svo mikið sem krónu til samfélagsins fyrir vikið. Þjóðhagslegar afleiðingar slíks skipulags eru eðli máls samkvæmt gifurlegar sökum þess að áður hafði samfélagið allt tekið þátt í því að byggja upp atvinnu og verðmæti í formi eigna á hinum ýmsu stöðum á landinu. Eignir fólks urðu því verðlausar án þess að fólk fengi rönd við reist uppáskrifað af Alþingi í formi laga um óheft framsal og leigu aflaheimilda til fiskjar úr sjó á Íslandsmiðum. Hér er á ferð mismunun í garð þegna þjóðfélagsins í formi laga sem teljast verða fyrr og síðar offar í stjórnvaldsaðgerðum.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband