Lyfjaiðnaðurinn hefur okkur að fíflum.

Mig minnir að það hafi verið í fyrra sem allt í einu vildi svo til að blóðþrýstingslyf það sem ég hafði haft í nokkur ár Hydramil mite, var ekki til þótt ég hefði ávísun um það frá lækni.

Útskýringin var sú að einhver mistök hefðu orðið í framleiðsluferli og lyfið kæmi innan skamms, en á meðan var boðið lyf í staðinn sem heitir Miloride mite,
sem var mun dýrara lyf. Mér leist ekki á það að skipta um lyf þótt samheitalyf væri og ráðfærði mig við læknavakt um það að reyna að vera án þess lyfs þar til það kæmi. Það tókst ekki og ég þurfti að taka samheitalyfið og borga mun meira fyrir það.

Nú þetta ár þá er Hydramil horfið af markaði án þess að læknir láti sjúkling vita, og í staðinn er komið þetta dýrara lyf Miloride mite.

Kostnaðarþáttaka sjúklings hefur því aukist til muna.

Sjálfsagt er að læknir tilkynni sjúklingi um breytt lyf þótt samheitalyf sé því dæmi eru um að samheitalyf virki ekki eins, það þekki ég sjálf að lyf sem heitir Voltaern við bakverkjum, og lyf sem heitir Vóstar sem mér var ávísað á sínum tíma, virkuðu vægast sagt misjafnt. Voltaren hjálpaði mér við þursabiti sem ég fékk um tíma endurtekið ár eftir ár, en þegar ég fékk Vóstar þá fékk ég svo ofboðslegt ofnæmi að hendur mína beinlínis loguðu og ég byrjaði að roðna í andliti einnig. Ég bjargaði mér á því að drekka stöðugt vatn í hálftíma.
Læknar þorðu hins vegar ekki að ávísa mér Voltaren eftir þetta, við þessum kvilla.

Þessi lyfjamál þarfnast sannarlega skoðunar við.

kv.Guðrún María.


mbl.is Mikill verðmunur á lyfum Actavis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband