Misræmið í dómum milli dómstiga.

Því miður hefur það verið svo í okkar dómskerfi að oftar en ekki er niðurstaða í Héraðsdómi eitthvað sem æðra dómstig Hæstiréttur breytir og stundum eru mál dæmd frá Hæstarétti niður á rannsóknarstig í undirrétti, þ.e. málsmeðferð er þá ekki nægileg að virðist hafa verið ellegar skortir á nauðsynleg grundvallaratriði til málsmeðferðarinnar.

Sú er þetta ritar var á sínum tíma i réttindabaráttu fyrir hópi fólks sem voru sjúklingar er töldu sig hafa lent í læknamistökum og máttu þurfa að feta sinn veg gegnum dómsstóla með sín mál áður en réttarbætur litu dagsins ljós.

Dæmi voru um að slík mál gætu tekið rúman áratug áður en lokaniðurstaða í Hæstarétti leit dagsins ljós og mál ferðast upp og niður aftur þann tíma.

Mín skoðun er sú að oft skorti á skýrleika við lagasetingu og frágang laga, en hins vegar er það of mikill tími að eitt mál ferðist áratug milli dómstiga, þótt flókin mál séu tafsamari.

Tími málsmeðferðar skiptir eigi að síður máli sem og það atriði að samræmi finnist millum dómsstiga, varðandi réttarfar í einu landi.

Grunnvinna í þessu sambandi felst í vandaðri vinnu við setningu laga.

kv.Guðrún María.


mbl.is Furða sig á gengisdómi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Við erum með glatað stjórnkerfi sem samanstendur af spillingu og landráðapakki!

Sigurður Haraldsson, 26.7.2010 kl. 08:37

2 Smámynd: Kristján Bjarni Guðmundsson

Já það segir meira en margt annað, að mjög oft hefur það gerst að dómi í héraðsdómi hefur verið snúið 180 gráður í hæstarrétti. Það er eitthvað sem ætti að vera undantekning frekar en regla. Það sýnir bara hvað héraðsdómur er í rauninni lélegt dómstig hér á landi.

Kristján Bjarni Guðmundsson, 26.7.2010 kl. 10:42

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já það er of mikill munur milli dómsstiga.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 27.7.2010 kl. 23:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband