Að skynja samtímann, er verkefni stjórnmála á Íslandi.

Skilaboð kjósenda í nýafstöðnum kosningum eru margvísleg eftir efnum og ástæðum á landinu öllu.

Reykvíkingar höfnuðu þvi að fá yfir sig fjóra borgarstjóra sama kjörtímabilið, meðan landsbyggðin annað hvort styrkti stöðu flokka sem fyrir voru ellegar skiptu þeim út fyrir ný öfl að störfum.

Verkefni stjórnmálamanna er að skynja betur samtímann og auka tengsl við fólkið í landinu, í stað þess að tala bara gegnum fjölmiðla með yfirlýsingum, allra handa.

Kynslóðaskipti í íslenskum stjórnmálum munu eiga sér stað þar sem reynsla fortíðar mun nýtast til framtíðar, en að hluta til er sú þróun í gangi en þar skyldu menn þora að afhenda yngri kynslóð valdataumana.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband