Núllþráhyggjan um ríkiskassann.

Dettur einhverjum lifandi manni það í hug að ríkið þurfi ekki að taka á sig skuldabyrðar fram í timann, rétt eins og heimilin ?

Hvar er félagshyggjan hjá Vinstri Grænum í þessu efni varðandi það að leita annarra lausna til þess að minnka álögur á almenning með einhverju móti, ekki taka alþingismenn sjálfir á sig verulegar skerðingar eða hvað ?

Björn Valur ræðir um " kjark " sem engan veginn á heima við stöðu hans sem formanns fjárlaganefndar í þessu sambandi.

Nær væri fyrir formanninn að viðurkenna að hann dansi eftir flokkslínunni til þess að viðhalda ríkisstjórnarsamstarfi sem gengur út á sömu núllþráhyggju í rikisfjármálum og verið hefur, nú á tímum kreppu, þar sem flest annað en það að loka alfarið fjárlagagötum með álögum á almenning i atvinnuleysi væri til viðfangs.

kv.Guðrún María.


mbl.is Þarf kjark til að stoppa í gatið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband