Enn eitt stjórnleysisástandið í ríkisstjórnarherbúðum Vinstri Grænna.

Því miður hefur þessi ríkistjórn á stundum verið álíka sjónleik, þar sem hver höndin er upp á móti annarri ef til vill í öðrum flokknum sem tekur þátt.

Brotthvarf Ögmundar úr ráðherrastóli og nú úrsögn Lilju úr fjárlagahópi verður til vangaveltna um það hvort menn geti virkilega ekki rætt sig niður á lausnir í þeim hópi sem heitir ríkisstjórn, nema að ganga út og inn, fram og til baka.

Með fyllstu virðingu fyrir viðkomandi þingmanni Lilju Mósesdóttur.

Einvern tímann hefði verið rætt um að flokkar væru óstjórntækir við slíkar aðstæður.

kv.Guðrún María.


mbl.is Segir sig úr ríkisfjármálahópi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Garðar Valur Hallfreðsson

Ég er sammála þér, fólk hlýtur að þurfa að tala saman áður en rokið sé út.  Þó leyfi ég mér að halda að fólk hafi rætt málin mikið sín á milli, þ.e.a.s. áður en gefist var upp (ég vona það alla vega).

Ríkisstjórnin virðist þó ansi oft vera klofin í ýmsum málum og getur það varla verið gott til lengdar.  Þrátt fyrir að ég segi þetta, þá vill ég auðvitað að stjórnmálamenn hafi sjálstæða hugsun og framkvæmi eftir eigin sannfæringu.  Hvað er því til ráða þegar allir stjórnmálamenna vilja fara eigin leiðir í stjórnmálum, verður eitthvað úr verki?  (sérstaklega þegar um er að ræða svo ólíka hópa eins og Samfylkingu og VG).

Garðar Valur Hallfreðsson, 24.5.2010 kl. 08:00

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já rétt Garðar.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 25.5.2010 kl. 01:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband