Ríkisstjórn landsins að athlægi á alþjóðavísu ?

Forsætisráðherra segir eigin lagasetningu sem forseti synjaði staðfestingar, nú úrelta og ætlar ekki að mæta á kjörstað til þáttöku í þjóðaratkvæðagreiðslunni.

Fjármálaráðherra veit ekki hvað hann ætlar að gera í þessu sambandi.

Sömu aðilar knékrupu fyrir hinum lýðræðislega rétti landsmanna í fyrra skipti er forseti synjaði lögum staðfestingar en þá voru þeir ekki við stjórn landsins. Nú gegnir allt öðru máli greinilega.

Að öllum líkindum munu erlendir blaðamenn því verða vitni að hinu stórheimskulega flokksræði hér á landi, þar sem menn berja hausnum við steininn án þess að viðurkenna heiðarlega vankanta á eigin aðferðafræði.

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Jóhanna ætlar ekki á kjörstað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Og auðvitað er þetta hverju orði sannara.

Ég er farinn að trúa á drauga og hverskyns yfirskilvitleg fyriræri. Og nú er ég orðinn sannfærður um að í gamla tugthúsinu undir Arnarhólnum er eitthvað mikið óhreint á sveimi.

Þar hefur stjórnsýsla ríkisins haft aðsetur lengi og nú er svo komið að hver einasta persóna sem tekið hefur við ráðherradómi síðustu 10 ár eða svo hefur orðið bandvitlaus og þjóðinni hættuleg!

Málið er ekki skoplegt, það er grafalvarlegt.

Árni Gunnarsson, 6.3.2010 kl. 00:25

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Nei það er alveg rétt Árni, það hefur sannarlega ýmislegt verið með ólíkindum.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 6.3.2010 kl. 00:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband