Hvað kostar öll þessi skýrslugerð ?

Ef búið er að gera tvær skýrslur nú þegar, þá virðist eigi að síður eiga að fara fram úttekt því til viðbótar, og spurning hvað þetta komi til með að kosta allt saman.

Ef til vill er það nauðsynlegt, skal eigi um segja en vonandi Álftnesingum til handa munu finnast úrlausnir til þess að taka á vanda þeim er við blasir þar á bæ.

kv.Guðrún María.


mbl.is Ríkisendurskoðun skoði Álftanes
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eina úrlausnin er að leggja þetta óþarfa sveitarfélag niður!  Þarna hefur verið sukk og þarflausar fjárfestingar, og svo á að hlaupa til stóru mömmu. þ.e. ríkisins (skattgreiðenda). Auðvitað á að leggja niður sveitarfélagið strax, loka fyrir alla þjónustu og sameina það t.d. Reykjavík, sem er stæst og hefur helst burði til að bæta skuldasúpunni á Álftanesi við sín útgjöld. þeir sem vilja búa áfram á Álftanesi sæki þá þjónustuna til Reykjavíkur. Flóknara er þetta ekki.

Janus (IP-tala skráð) 28.1.2010 kl. 12:32

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heil og sæl  Guðrún María, það hefur aldrei þurft að spara í skýrslugerð

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 28.1.2010 kl. 21:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband